Ísland - Hér búum við

Kort er mynd Kort geta aldrei orðið eins stór og raunveruleikinn. Þá væri ómögulegt að taka þau með sér. Því er kort smækkuð mynd af raunveruleikanum. Rétt eins og skólamyndin er smækkuð mynd af bekknum þínum. Á kortum af stórum svæðum, t.d. Norðurlöndum, gengur ekki að hafa með öll vötn, alla vegi eða öll hús. En á kortum sem ná yfir minni svæði er það hægt. Á þessari teiknuðu mynd koma smáatriðin ekki fram. Áttir Þegar talað er um hvaða leið á að fara, eða í hvaða átt eitthvað er, er oft talað í áttum. Maður segir t.d. að einhver staður sé fyrir sunnan, norðan, vestan eða austan annan stað. Að Akureyri sé fyrir norðan og Egilsstaðir fyrir austan. Það er líka talað um að fara suður til Reykjavíkur. Höfuðáttirnar fjórar eru norður, suður, austur og vestur. Norður er alltaf upp á korti og suður niður, vestur er til vinstri og austur til hægri. A V N S Með hjálp korta er hægt að sjá: • hvar höf og lönd liggja • hvernig náttúran lítur út • hvar jökla er að finna • þéttbýlissvæði • hvar vegir liggja • hvernig veðrið verður á morgun Á þessari gervitunglamynd af Norðurlöndum sjást vel hæstu fjöll en þar er snjór. 7

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=