Ísland - Hér búum við

86 Heimabyggðin Heimabyggð er umhverfið sem er okkur næst, byggðin þar sem við eigum heima. Önnur orð eru til um þetta nánasta umhverfi okkar eins og t.d. heima- hagar, átthagar, sveit og jafnvel hérað en það nær kannski yfir stærra svæði. Gaman og gagnlegt er að skoða hvernig heimabyggðin þín var í gamla daga, læra um sögu hennar. Til að sjá hvað hefur breyst er fróðlegt að bera það saman við heimabyggð þína í dag. Gagnlegt er að fara í vettvangsferðir um svæðið. Og svo getur verið skemmtilegt að velta því fyrir sér hvernig heima- byggðin verður í framtíðinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=