Ísland - Hér búum við

85 Mannvirki Á hálendinu má víða finna mannvirki og ber þá fyrst að nefna hina fjölmörgu ferðaskála víðs vegar um landið. Einnig er að finna á afmarkaðri svæðum, vatnsaflsvirkjanir og háspennumöstur og línur á milli þeirra. Þessari uppbyggingu fylgja svo uppbyggðir vegir. Hálendisferðir Hálendið hentar illa til búsetu vegna gróður- leysis og kulda en alla tíð hefur verið ferðast um það, þó mismikið eftir tímabilum. Á fyrstu öldum Íslandsbyggðar voru ferðalög tíð. Síðan dró úr þeim þegar hjátrú magnaðist og lengi lágu ferðalög niðri eða allt fram á 18. öld. Fólk óttaðist hálendið. Nú á dögum eru hálendisferðir vinsælar allt árið um kring. Skálar ferðafélaganna eru opnir ferða- mönnum og er þar hægt að matast og gista. Jöklar Jöklar þekja um 10% af Íslandi. Stærstu jöklar landsins eru á hálendinu, Vatnajökull, Langjökull, Hofsjökull og Mýrdalsjökull. Flestir jöklar eru á sunnanverðu landinu eða í miðju þess en þar er úr- koma meiri en fyrir norðan. Smærri jökla er einn- ig að finna á hálendinu eða í námunda við það, eins og Þórisjökul, Eiríksjökul, Eyjafjallajökul og Tungnafellsjökul. Háspennumöstur Ganga á Hvannadalshnjúk. Fjöldi fólks ferðast um hálendi Íslands ár hvert.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=