Ísland - Hér búum við

84 Sprengisandur og Kjölur Þjóðleiðir milli landshluta lágu eitt sinn um hálendið. Þá fóru menn ríðandi á hestum eða gengu. Í dag liggja þar ákveðnir fjallvegir og má nefna leiðina um Kjöl, Sprengisand, og Kaldadal. Leiðin um Kjöl tengir saman Suðurland og Norðurland vestra en leiðin um Sprengisand tengir Suðurland og Norðurland eystra. Leiðin um Kaldadal tengir Þingvelli við uppsveitir Borgarfjarðar. Vinsælir áningarstaðir eru á þessum fjallvegum. Á Kili koma margir við í Kerlingar- fjöllum og á Hveravöllum. Á báðum þessum stöðum er að finna jarðhita. Á Sprengisandi má nefna áningarstaði eins og Nýjadal við rætur Tungnafellsjökuls. Sérkenni hálendisins Helsta sérkenni hálendisins er hin mikla kyrrð sem ríkir þar. Þar eru miklar gróðurlausar víðáttur og í björtu veðri er oft gott skyggni. Landslag er víða ákaflega fallegt og fjölbreytt með einstökum gróður- vinjum í grárri auðninni. Þar má nefna náttúruperlur eins og Kerlingarfjöll, Þjórsárver, Öskju, Ódáðahraun og Hveravelli svo fátt eitt sé nefnt. Gróður og dýralíf Á hálendinu er meira og minna gróðurleysi, þó með gróðurvinjum hér og hvar en einungis þar sem vatn er nálægt. Þessar gróðurvinjar eru mjög mikilvægar því dýralífi er þrífst á hálendinu. Af grónum svæðum má nefna Þjórsárver og Guðlaugstungur við Hofsjökul. Þessi svæði eru mikilvægar varpstöðvar heiðagæsa. Arnarvatnsheiði norðan Lang- jökuls er gróin sem og Hvannalindir, Herðubreiðarlindir og Vestur- öræfi norðan Vatnajökuls. Vesturöræfi eru heimkynni hreindýra. Refurinn eða tófan lifir víða á hálendinu og þónokkur fjöldi fugla. Ásamt heiðagæs er að finna rjúpu og nokkrar tegundir mófugla, m.a. heiðlóu, snjótittling og þúfutittling. Himbrimi, lómur, álft og hávella eiga heima við vötn á heiðum hálendisins ásamt nokkrum andartegundum. Hreindýr á Vesturöræfum. Á Hveravöllum er jarðhitasvæði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=