Ísland - Hér búum við

83 Fjöll Á hálendinu er mikið af fjöllum. Þau eru ýmist virkar eða óvirkar eldstöðvar, móbergsstapar eða dyngjur. Móbergsstapar verða til við gos undir jökli. Stærstu móbergsstapar landsins eru Eiríks- jökull og Herðubreið í Ódáðahrauni. Dyngjur verða til þegar gýs lengi á hringlaga gosopi í langan tíma. Þá getur þunnfljótandi hraunið runnið langar leiðir frá gosopinu og hlaðið upp stóra dyngju. Stórar dyngjur eru m.a. Skjaldbreiður, Ok vestan Kaldadals og Trölla- dyngja í Ódáðahrauni. Hraun Ísland varð til úr hraunum sem runnið hafa frá eldstöðvum í milljónir ára. Stærstu nútímahraun á hálendinu eru Ódáðahraun og Hallmundarhraun. Af öðrum stórum hraunum má nefna Eldgjárhraun sem rann yfir stórt land- flæmi til suðurs úr Eldgjá og Eldhrauni. Þjórsárhraun er stærsta hraun sem vitað er um að hafi komið upp í einu gosi á jörðinni á nútíma. Hraun þessi runnu að stórum hluta á láglendinu. Nútímahraun eru þau hraun kölluð sem runnu eftir að ísöld lauk. Herðubreið er oft nefnd drottning íslenskra fjalla.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=