Ísland - Hér búum við

81 Ásmundarsafn Ásmundur Sveinsson var myndhöggvari. Hann var afkastamikill listamaður og eftir hann má finna fjölda listaverka í Reykjavík. Ásmundarsafn í Laugardal í Reykjavík er helgað verkum listamannsins en á meðan hann lifði var það heimili hans og vinnu- stofa. Meðal þekktra listaverka eftir Ásmund má nefna Þvottakonuna, Vatnsberann og Járnsmiðinn. Árbæjarsafnið Árbæjarsafn er útisafn um sögu Reykjavíkur, þar sem sagt er frá því hvernig fólk bjó og lifði frá upphafi byggðar til dagsins í dag. Þar eru yfir 20 gömul, merkileg hús. Þau voru öll færð þangað. Á sumrin má þar sjá húsdýr og fólk klætt í föt frá því í gamla daga. Safnið er opið allt árið um kring. Samgöngur Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru með því besta semgerist á landinu. Reykja- vík er höfuðborg okkar allra og er bæði hægt að taka strætó og flug til borgar- innar. Mikil vakning hefur orðið í bættum samgöngum fyrir hjólandi fólk og leitast sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu við að veita sameiginlega góða þjónustu. Strætó er hluti af samgöngukerfinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=