Ísland - Hér búum við
80 Kollafjörður Kollafjörður gengur inn úr Faxaflóa og nær frá Kjalarnesi að Seltjarnarnesi. Í firðinum eru nokkrar stórar eyjar sem flestar voru byggðar á einhverjum tíma. Eyjarnar heita Akurey, Engey, Viðey, Þerney og Lundey. Segja má að Grótta og Geldinganes séu líka eyjar í Kollafirði en eiðið sem tengir þær við land fer í kaf á flóði. Norðan við Kollafjörð er Kjalarnes og bæjarfjallið Esja. Mannlíf Á höfuðborgarsvæðinu búa um 65% lands- manna. Á þessu litla landsvæði, sem er mjög þéttbýlt á íslenskan mælikvarða, búa um tveir af hverjum þremur íbúum landsins. Sveitarfélögin sem mynda höfuðborgarsvæðið eru sex talsins, Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður og Mosfellsbær. Í dag hafa þessi sveitarfélög vaxið saman en voru aðskilin áður. Atvinnulíf Höfuðborgarsvæðið er eins og gefur að skilja langstærsta atvinnusvæðið á landinu. Þar er um fjölbreytta atvinnu að ræða í öllum greinum fyrir utan landbúnað. Í Reykjavík og Hafnarfirði er öflugur sjávarútvegur. Iðnaður er heilmikill og einnig þjónusta og verslun við allar greinar atvinnulífsins. Þar er einnig fjöldi skóla. Menningarlíf á höfuðborgarsvæðinu er blóm- legt. Þar eru haldnir fjölmargir menningar- og íþróttaviðburðir allt árið um kring. Viðeyjarkirkja og Viðeyjarstofa í Viðey. Öflugir háskólar eru í Reykjavík.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=