Ísland - Hér búum við

78 Reykjavík og nágrenni Náttúra Þessi landshluti afmarkast af þéttbýlinu á höfuðborgarsvæðinu til Bláfjalla í suðri og að botni Hvalfjarðar. Strandlína höfuð- borgarsvæðisins einkennist af nesjum, fjörðum, skerjum og eyjunum í Kollafirði. Byggðin teygir sig frá Seltjarnarnesi yfir holt og hæðir í átt til fjalla. Höfuðborgarsvæðið Reykjavík, höfuðborg Íslands, og bæirnir í kring, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður, kallast einu nafni höfuðborgarsvæði. Þessi landshluti er ólíkur öllum hinum landshlutunum. Landsvæðið er mjög lítið en þar býr fleira fólk en í öllum hinum landshlutunum til samans. Sagan segir að í Reykjavík hafi fyrstu landnámsmennirnir sem komu til Íslands sest að. Síðan þá hefur að öllum líkindum verið þar samfelld byggð. Staðurinn fékk nafnið vegna gufunnar sem þeir sáu stíga upp úr jörðinni en í Laugardal er jarðhiti. Saga Reykjavíkur er samofin sögu þjóðarinnar. Reykjavík fékk kaup- staðaréttindi 18. ágúst 1786. Mannvirki og byggingar eiga sér mikla sögu og víða er að finna merkileg hús. Í dag er höfuðborgargarsvæðið miðstöð iðnaðar og þjónustu, stjórnsýslu og verslunar á Íslandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=