Ísland - Hér búum við

6 Í þessum kafla lærir þú um • af hverju kort eru mikilvæg • hvað mælikvarði, tákn og litir þýða á kortum • hvernig við notum ólík kort Kort eru mikilvæg Kort er teikning af yfirborði jarðar. Á kortum sérðu hvar lönd og staði er að finna. Einnig geturðu fundið vegi, fjöll og vötn. Ef þú ætlar að ferðast til staðar sem þú hefur aldrei komið á áður getur verið gagn- legt að hafa kort meðferðis. Fyrr á öldum voru kort ónákvæm. Þau voru teiknuð af þeim sem ferð- aðist um landið. Í dag eru kort hins vegar býsna nákvæm enda búin til af myndum sem teknar hafa verið úr flugvélum og gervitunglum. Kort og kortalestur Íslandskort Knoffs frá árinu 1752. Talsvert ólíkt því sem við þekkjum í dag.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=