Ísland - Hér búum við

77 Samgöngur Samgöngur á Suðurnesjum eru góðar. Þar er einn fjölfarnasti vegur landsins, Reykjanesbraut, sem reynt er að halda vel við þar sem hann tengir flugstöðina við höfuðborgarsvæðið. Keflavíkur- flugvöllur er stærsti flugvöllur landsins. Segja má að hann sé hliðið að landinu. Þar sem Reykja- nesið er sá hluti landsins sem flestir erlendir ferðamenn sjá fyrst, finnst mörgum mosavaxið hraunið á nesinu svo sérstakt að þeim finnst alveg eins og þeir hafi lent á tunglinu. Atvinnulíf Á Suðurnesjum hefur sjávarútvegur alltaf verið mikilvæg atvinnugrein og er enn. Grindavík og Sandgerði eru öflugir útgerðar- bæir. Á Suðurnesjum eru mörg iðnaðar- og þjónustufyrirtæki en landbúnaður er sáralítill. Einu sinni var bandarísk herstöð á Keflavíkur- flugvelli og þar unnu margir Íslendingar. Á Ásbrú, þar sem herstöðin var, er nú fjölbreytt atvinnustarfsemi, frumkvöðlasetur, skólar, hótelrekstur og margt fleira. Keflavíkurflug- völlur er mjög fjölmennur vinnustaður. Fjöldi flugfélaga flýgur daglega til og frá Íslandi. Fiskveiðar hafa alltaf skipað stóran sess í atvinnulífi á Suðurnesjum. Hér er verið að greiða fisk úr netum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=