Ísland - Hér búum við

76 Affallsvatn er vatn sem verður afgangs. Mannlíf Suðurnes er samheiti yfir þau byggðarlög sem eru á Reykjanesskaga sunnan Hafnarfjarðar. Nokkrir bæir eru á Suðurnesjum og er Reykjanesbær langstærstur, hinir eru Grindavík, Sandgerði, Garður og Vogar. Allir bæirnir eru á norðanverðum skaganum, fyrir utan Grindavík sem er á honum sunnanverðum. Bláa lónið Bláa lónið er einn fjölsóttasti ferða- mannastaður á landinu í dag; þar er hægt að baða sig í heitu lóninu. Heita vatnið sem er í Bláa lóninu er affalls- vatn sem varð til þegar Hitaveita Suður- nesja boraði eftir heitu vatni. Vatnið inniheldur steinefni, kísil og þörunga og er þekkt fyrir lækningarmátt sinn t.d. við húðsjúkdómum. Öll byggðarlög á Suðurnesjum eru kynt með heitu vatni frá Hitaveitu Suðurnesja. Frá Ljósanótt í Reykjanesbæ.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=