Ísland - Hér búum við

75 Kleifarvatn Kleifarvatn er stærsta stöðuvatnið á Reykjanesskaga og eitt af dýpstu vötnum landsins. Engin á rennur í vatnið eða úr því. Allt vatn berst neðanjarðar að vatninu og frá því aftur. Í jarðskjálftum árið 2000 opnuðust sprungur á botni vatnsins og lækkaði vatnsborðið mikið. Síðan hefur sprungan líklega stíflast því vatnsborðið er aftur komið í svipaða hæð og áður. Í vatninu lifir bleikja. Keilir Móbergsfjallið Keilir sem dregur nafn sitt af keilulögun sinni er einkennisfjall Reykjanesskagans. Keilir myndað- ist á ísöld við gos undir jökli án þess að gosið næði upp úr jökulísnum. Keilir sést víða að og er vinsælt fjall að ganga á enda mikið og fallegt útsýni af toppnum. Þar er líka útsýnisskífa til að rifja upp fjallahringinn. Keilir Kleifarvatn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=