Ísland - Hér búum við

74 Suðurnes Náttúra Suðurnes og Reykjanesskagi eru í daglegu tali sama svæðið. Það markast af Herdísarvík að sunnan og höfuðborgarsvæði að norðan. Elsti hluti Reykjanesskaga er Miðnesheiði (Rosm- hvalanes), um 200 þúsund ára gamall. Að öðru leyti er skaginn ungur að árum og er enn að verða til. Víða má sjá ummerki um eldvirkni. Eftir endilöngum skaganum er mikið af lágum móbergsfjöllum sem urðu til við gos undir jökli á ísöld. Á milli fjallanna og til sjávar eru hraun sem runnið hafa bæði fyrir landnám og á sögulegum tíma. Á Reykjanesskaga eru engar ár því allt yfir- borðsvatn hripar ofan í hraunið. Skaginn er frekar gróðursnauður þó víða megi finna margar tegundir gróðurs. Í hinum fjölmörgu gjám og sprungum á skaganum vex fallegur gróður. Skaginn er kjörinn til úti- vistar og gönguferða. Sögulegur tími er tíminn frá því að land byggðist. Eldbrunninn skagi Reykjanesskagi er meðal yngstu hluta landsins. Víða má sjá hvernig hann klofnar og rekur í tvær áttir. Þar er í raun hægt að sjá flekaskil heimsálfanna með berum augum. Víða á skaganum er að finna mikinn jarðhita. Brúin milli heimsálfa á að tákna plötuskilin á milli Ameríku og Evrópu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=