Ísland - Hér búum við

73 Heimaeyjargos Árið 1973 vöknuðu Vestmannaeyingar við það eina janúarnótt að eldgos var hafið í Heimaey. Gossprunga hafði opnast rétt utan við bæinn og upp úr henni streymdi glóandi hraun. Það vildi svo vel til að næstum allir fiskibátar voru í höfn svo hægt var að flytja íbúana í land. Gosið stóð í 155 daga og á þeim tíma hafði hraun eyðilagt stóran hluta af húsum bæjar- ins. Mörg hús hurfu undir hraunið og eru þar enn. Í Vestmannaeyjum er merkilegt safn, Eldheimar, þar sem atburðanna er minnist. Surtseyjargos Í nóvember árið 1963 hófst eldgos á sjávarbotni suður af Vestmannaeyjum, þegar sprunga opnaðist á 130 metra dýpi. Gosið hlóð fjall á hafsbotninn sem varð að eyju þegar tindurinn á fjallinu gægðist upp úr sjónum. Eyjan fékk nafnið Surtsey. Gosinu lauk árið 1967 eftir næstum fjögur ár og hafði þá myndast stór og falleg eyja. Surtsey er friðuð og má enginn fara þangað nema með leyfi. Eldgosið í Eyjafjallajökli Að morgni dags, 14. apríl 2010 hófst eldgos í Eyjafjallajökli. Þessi mikla eldkeila hafði ekki látið á sér kræla í 187 ár. Gosið kom upp úr toppgígnum. Við það bráðnaði allur ísinn í gígnum og mikil flóð runnu niður undan jöklinum, m.a. í Markarfljót og Svaðbælisá. Fljótlega var gosmökkurinn kominn hátt upp í loft. Gosaskan dreifðist til Evrópu og truflaði flugsamgöngur í nokkra daga. Gosinu lauk 22. maí og hafði þá staðið yfir í um 5 vikur. Eldkeila verður til þegar gýs úr kringlóttu gosopi. Þá myndast ekki sprunga. Surtsey 1963 Vestmannaeyjar 1973 Eldgos í Eyjafjallajökli 2010.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=