Ísland - Hér búum við

72 Eldgos á Suðurlandi Katla Katla er stór eldstöð undir Mýrdalsjökli og sú eld- stöð á Íslandi sem menn hafa jafnan óttast mest. Ástæðan er hin ógnvænlegu jökulhlaup sem fylgja eldsumbrotum í jöklinum. Þá getur bráðið jökul- vatnið brotist úr jöklinum með ógnar krafti úr öllum áttum. Á leið sinni til sjávar hlífir það engu. Katla hefur gosið mörgum sinnum frá því land byggðist. Árið 1918 var síðasta stórgos í Kötlu sem stóð yfir í tæpan mánuð. Lakagígar og Eldhraun Árið 1783 varð eitt mesta eldgos á Íslandi frá því að land byggðist. Þá gaus á 25 km langri gossprungu vestan Vatnajökuls. Á sprungunni mynduðust um 135 gígar sem síðar fengu nafnið Lakagígar. Áður en gosið hófst voru miklir jarðskjálftar. Í gosinu fór mikil aska og gosgufur upp í loftið sem barst yfir Ísland, til Evrópu og víðar. Þessu fylgdi mikil mengun sem fór í gróður svo hann varð eitraður. Í kjölfarið drapst stór hluti af búpeningi sem leiddi til hungursneyðar meðal landsmanna. Margir dóu. Þessi mestu harðindi sem dunið hafa yfir Íslend- inga voru kölluð móðuharðindin, vegna móðunnar í loftinu. Hraunið sem rann úr Lakagígum er mjög stórt og fór yfir marga bæi. Lakagígar Hekla Hekla er eitt frægasta eldfjall á Íslandi og sést víða að á Suðurlandi. Það hefur gos- ið mörgum sinnum frá því land byggðist. Gjóska úr Heklugosum hefur dreifst um allt land. Síðasta stórgos Heklu var árið 1947 og stóð það yfir í 13 mánuði. Síðan þá hafa orðið nokkur lítil gos. Undir fjall- inu er stórt kvikuhólf og getur eldgos í fjallinu hafist með stuttum fyrirvara. Hekla Katla 1918 Búpeningur er húsdýr t.d. kindur og kýr. Jökulhlaup verður þegar mikið vatn bráðnar undir jökli í eldgosi og flæðir skyndilega undan honum. Kvikuhólf er rými undir fjalli þar sem er bráðið hraun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=