Ísland - Hér búum við

71 Tjaldsvæðið í Skaftafelli. Atvinnulíf Suðurland er fjölbreytt svæði þegar horft er til atvinnulífs. Í Vestmanna- eyjum er t.d. sjávarútvegur mikilvæg- asta atvinnugreinin og bærinn með stærstu útgerðarstöðum landsins. Svipaða sögu er að segja um Þorláks- höfn. Annars staðar eru landbúnaður og þjónusta ríkjandi atvinnugreinar. Auk hefðbundins landbúnaðar er mikið um ylrækt og er fjölda gróður- húsa að finna á Suðurlandi en þau sjá okkur fyrir íslensku grænmeti árið um kring. Ferðaþjónusta er í miklum blóma enda margar náttúruperlur á svæðinu og mikill fjöldi ferðamanna sem fer þangað í dagsferðir frá Reykja- vík. Selfoss er stærsti bærinn á Suður- landi og er þar miðstöð verslunar og þjónustu. Aðrir bæir sem þjónusta sveitirnar á Suðurlandsundirlendinu eru Hvolsvöllur, Hella og Flúðir. Í þessum landshluta eru margar stærstu vatnsaflsvirkjanir landsins sem sjá okkur fyrir rafmagni. Má þar nefna Hrauneyjafossvirkjun, Sultar- tangavirkjun, Vatnsfellsvirkjun, Sig- ölduvirkjun og Búrfellsvirkjun. Tómatarækt í gróðurhúsi á Suðurlandi. Ylrækt er ræktun í gróðurhúsum þar sem hitinn er jafn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=