Ísland - Hér búum við

70 Mannlíf Á Suðurlandi búa flestir íbúanna á þétt- býlisstöðum. Ólíkt öðrum landshlutum eru fáir bæir við sjó. Þar reyndu menn ekki að byggja hafnir sökum sandstranda. Eftir síðustu aldamót þóttust menn þó hafa þekkingu og tækni til að ráðast í hafnar- framkvæmdir á Landeyjasandi og byggð var höfn sem sinnir ferjusiglingum á milli lands og Vestmannaeyja. Í Vestmanna- eyjum og Þorlákshöfn eru í dag stórar hafnir og á Eyrarbakka var ein helsta höfn landsins í langan tíma. Bæir á Suðurlandi byggðust upp í kringum landbúnað en ekki sjávarútveg eins og flest allir aðrir bæir á landinu. Stærstubæirnir eruSelfoss, Vestmannaeyjar, Hveragerði og Þorláks- höfn. Samgöngur Almennt eru samgöngur á Suðurlandi góðar og þar er mikið flatlendi sem er auðvelt yfirferðar. Brýr eru margar enda mikil vatnsföll sem renna þar til sjávar. Í Vestmannaeyjum er fjölmenn byggð og treysta íbúar þar á ferjusiglingar til að komast milli lands og eyja. Þar er líka flugvöllur. Ferjusiglingar til Vestmanna- eyja eru um Landeyjahöfn en þangað er þó ekki alltaf hægt að sigla og þá þarf að sigla til Þorlákshafnar. Landeyjahöfn Skátar að leik við Úlfljótsvatn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=