Ísland - Hér búum við

69 Gullfoss og Geysir Í Haukadal er einn þekktasti goshver í heimi, Geysir. Hann er svo frægur að nafn hans er notað yfir goshveri á mörgum tungumálum. Geysir er nú svo til hættur að gjósa en annar goshver rétt hjá honum, Strokkur, gýs á nokk- urra mínútna fresti allan sólarhringinn. Gullfoss er fallegur og tilkomumikill foss í Hvítá. Framan af 20. öldinni voru uppi áform um að virkja fossinn en komið var í veg fyrir það. Gullfoss og Geysir eru einna mest heim- sóttu ferðamannastaðir á Íslandi í dag. Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar eru eyjaklasi 15 eyja suður af landinu. Langstærsta og eina byggða eyjan er Heimaey með rúmlega 4000 íbúa. Aðalat- vinnuvegur í Vestmannaeyjum er fiskveiðar og fiskvinnsla enda auðug fiskimið allt í kringum eyjarnar. Í Eyjum er margt að skoða og gaman er að ganga á Eldfell og Heimaklett, sem rís hátt yfir höfnina. Í Vestmannaeyjum er virk eldstöð. Eyjaklasi er það kallað þegar margar eyjar liggja saman. Gullfoss Geysir í Haukadal. Byggðin í Vestmannaeyjum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=