Ísland - Hér búum við

Hylur er djúpur staður eða hola í á, oft fyrir neðan foss. Aftökustaður er staður þar sem fólk var tekið af lífi. 68 Landbúnaður snýst um að yrkja landið og rækta dýr til manneldis. Mannvirki er eitthvað sem gert er af manna höndum, t.d. byggingar, brýr og vegir. Þingvellir Fáir staðir á landinu búa yfir jafnmikilli náttúrufegurð og eiga sér jafnmerka sögu og Þingvellir. Þar var Alþingi Íslendinga í tæp 900 ár áður en það var flutt til Reykja- víkur. Á hinum forna þingstað við Öxará eru öll gömul mannvirki friðlýst. Í Almannagjá fyrir neðan Öxarárfoss er Drekkingar hylur , gamall aftökustaður . Á Þingvöllum lýstu Ís- lendingar yfir sjálfstæði þann 17. júní 1944. Þar var stofnaður þjóðgarður árið 1928. Suðurlandsundirlendið Á Suðurlandi er mesta undirlendi á landinu, í dag- legu tali kallað Suðurlandsundirlendið. Undir- lendið er hulið frjósömum jarðvegi og er það víða mjög gott til ræktunar. Landbúnaður er hvergi meiri á landinu en þar og því mikill fjöldi sveitar- bæja á Suðurlandsundirlendinu. Vík í Mýrdal. Þingvellir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=