Ísland - Hér búum við

67 Jökulsárlón á Breiðamerkursandi Jökulsárlón er dýpsta vatn landsins. Lónið myndaðist þegar Breiðamerkurjökull fór að hopa eftir 1930. Áður rann Jökulsá á Breiðamerkursandi beint undan jökli til sjávar. Síðan hefur myndast djúpt lón með ísjökum. Jökulsárlón er svo sérstakt að það hefur komið fyrir í mörgum erlendum bíómyndum og auglýsingum. Hopa merkir hér að jökullinn hafi minnkað vegna bráðnunar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=