Ísland - Hér búum við

66 Suðurland Náttúra Suðurland nær frá Jökulsárlóni í austri og allt vestur að Her- dísarvík á Reykjanesskaga. Þegar við skoðum kort af Íslandi sjáum við að landið er alls staðar vogskorið nema syðst. Þar er sjávarströndin á löngum köflum sandar og aftur sandar. Í landshlutanum er náttúran stórbrotin. Á Suðurlandi eru eld- stöðvarnar frægu, Hekla, Katla, Eyjafjallajökull, Heimaey og Surtsey. Þar eru fallegir fossar eins og Gullfoss, Skógarfoss og Seljalandsfoss og beljandi jökulfljót eins og Þjórsá og Hvítá. Þarna eru líka stærstu jöklar landsins, jökullón og önnur nátt- úruundur. Syðsti tangi landsins er á Mýrdalssandi og heitir Kötlutangi. Þar er líka mesta undirlendi á Íslandi og því eitt mesta landbúnaðarsvæði landsins. Frá Kirkjubæjarklaustri. Fossinn ofan við bæinn heitir Systrafoss.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=