Ísland - Hér búum við

65 Kárahnjúkavirkjun Kárahnjúkavirkjun er stærsta vatnsafls- virkjun landsins og sér álverinu í Reyð- arfirði fyrir raforku. Vatnið sem mynd- aðist þegar jökulsá á Brú var stífluð heitir Hálslón og er meðal stærstu vatna landsins. Árið 2007 var virkjunin tekin í notkun og rafmagnsframleiðsla hafin. Siglingar til Evrópu Allt árið um kring siglir farþegaferjan Nor- ræna frá Seyðisfirði til Þórshafnar í Fær- eyjum og Hirtshals í Danmörku. Þá gefst Íslendingum tækifæri á að taka bílinn með í ferðalagið til Evrópu. Samgöngur Hrikalegir fjallvegir eru víða á milli byggðakjarna sem eru þó smám saman að víkja fyrir jarðgöngum sem munu auðvelda allar samgöngur. Fyrr á tímum var auðveldara að sigla á milli bæjanna en að fara vegina um hin háu og bröttu fjöll. Þó ekki sé alltaf langt á milli staða geta samgöngur verið erfiðar. Á Egilsstöðum er flugvöllur sem jafnframt er nýttur sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug. Einnig eru flugvellir á Neskaup- stað og Höfn. Stíflan á Kárahnjúkum. Egilsstaðaflugvöllur Norræna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=