Ísland - Hér búum við

64 Mannlíf Austurland er þriðji fámennasti landshlutinn á eftir Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Stærstu þéttbýlisstaðirnir eru Neskaupstaður, Eskifjörður, Reyðarfjörður og Fáskrúðsfjörður. Líkt og á Vest- fjörðum standa bæirnir á eyrum í þröngum fjörð- um, umluktir háum fjöllum allt í kring. Á Héraði eru þéttbýlisstaðirnir Egilsstaðir og Fellabær. Atvinnulíf Þegar talað er um landshlutann, Austurland, er bæði átt við byggðina í fjörðunum og á Héraði. Niðri á fjörðum er sjávarútvegur ein- kennandi en uppi á Héraði og í sveitunum er landbúnaður og þjónusta við hann aðal- atvinnuvegurinn. Í Reyðarfirði er Alcoa Fjarðaál, stærsta álver á Íslandi. Álverið er eitt það nútímalegasta og tæknivæddasta í heimi. Það tók til starfa árið 2007 og veitir fjölda manns á svæðinu vinnu. Á skíðum í Oddskarði. Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=