Ísland - Hér búum við

63 Lögurinn og Hallormsstaðaskógur Í Fljótsdal er Lögurinn, eitt af stærri vötnum landsins. Sumir segja að í því búi forn furðuskepna, Lagarfljótsormurinn. Í Fljótsdal er líka Hallormsstaðaskógur, stærsti skógur á Íslandi, þar sem finna má elstu og hæstu tré sinnar tegundar. Þar eru fjölbreytt útivistarsvæði með fjölda göngustíga í skóginum. Lögurinn og Atlavík í Hallormsstaðaskógi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=