Ísland - Hér búum við

62 Austurland Náttúra Austurland nær frá Langanesi allt suður að Jökulsárlóni. Austur- land er elsti hluti landsins ásamt Vestfjörðum. Ströndin er víða vogskorin með löngum, djúpum fjörðum og er þar mestur Reyðar- fjörður. Frá Héraðsflóa gengur Fljótsdalshérað inn í landið sem skiptist í Jökuldal og Fljótsdal þegar innar í landið er komið. Upp af dölunum eru víðáttumiklar heiðar með fjölda heiðarvatna. Austasti tangi landsins heitir Gerpir. Úti fyrir landi eru nokkrar eyjar. Í Papey var byggð allt frá land- námsöld til ársins 1966. Skammt frá mynni Fáskrúðsfjarðar rís Skrúður. Þar er mikið fuglalíf. Helstu sérkenni Austfjarða eru hinir mörgu mjóu firðir umluktir háum fjöllum. Í firðina læðist oft þykk þoka, Austfjarðaþokan sem gerir þá dularfulla og spennandi. Þokan myndast þegar hlýtt, rakt loft streymir yfir kaldan sjó. Þarna er líka að finna hin ægifögru og stórbrotnu Lónsöræfi austanVatnajökuls. Á öræfum Austurlands halda hreindýrahjarðir til en hreindýr eru bara á Austurlandi. Austfjarðaþokan liggur eins og slæða yfir sjónum, inn með fjörðum og upp í hlíðar fjalla. Þegar komið er hærra upp í fjöllin er oft gengið upp úr þokunni í glaða sólskin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=