Ísland - Hér búum við

61 Hvalaskoðun á Skjálfanda. Samgöngur Flestallir þéttbýliskjarnar á Norðurlandi eystra eru við sjó og þar eru því hafnir. Íbúar í Grímsey og Hrísey notast við ferjusiglingar til að komast til og frá eyjunum. Þegar ferðast er á Siglufjörð að vestanverðu er farið um Strákagöng sem eru ein elstu jarðgöng landsins. Á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar eru Héðinsfjarðargöng og á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur eru Múlagöng. Vaðlaheiðargöng liggja á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Flugsamgöngur eru frá Reykjavík til Akureyrar daglega. Héðinsfjarðargöng Mannlíf Norðurland eystra er næstfjölmennasti lands- hlutinn á eftir höfuðborgarsvæðinu. Akureyri, höfuðstaður Norðurlands er fjölmennasti staðurinn. Aðrir þéttbýlisstaðir eru Siglufjörður og Ólafsfjörður eða Fjallabyggð, Dalvík yst á Tröllaskaga og Húsavík á Tjörnesi. Atvinnulíf Atvinnulífið á Norðurlandi eystra er fjölbreytt. Þar er öflugur sjávarútvegur, landbúnaður, iðnaður og blómleg ferðaþjónusta. Á Akureyri er mikil verslun og þjónusta. Þar er einnig sjúkrahús og háskóli. Á Húsavík hefur uppbygging átt sér stað í kringum hvalaskoðun á Skjálfandaflóa. Á Siglufirði hefur mikil uppbygging verið í menningar- og listviðburðum. Þar er meðal annars Síldarminjasafnið. Keppt á Andrésar andar leikunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=