Ísland - Hér búum við

60 Upptök ár eru þar sem áin byrjar að renna. Melrakkaslétta Melrakkaslétta eða Slétta eins og hún er oft kölluð, er eins og nafnið gefur til kynna mjög flatlend. Þar er fjölskrúðugt fuglalíf og hefur Sléttan alla tíð verið þekkt fyrir mikil hlunnindi, stutt á gjöful fiskimið, æðarvarp, eggjatöku og hin fjölmörgu vötn þar sem nóg er af fiski. Þarna er einstök náttúrufegurð á vorin og á sumarkvöldum þegar sólin rétt tyllir sér á sjóndeildarhringinn. Á Melrakkasléttu eru tvö þorp, Kópasker og Raufarhöfn sem er nyrsti bær landsins. Á Melrakkaási, norðan við Raufarhöfn er mikið listaverk í byggingu sem heitir Heimskautsgerðið. Listaverkið sækir hugmyndir sínar í goðsögulegan hugarheim og dvergatal Völuspár. Grímsey og Kolbeinsey Grímsey er græn og grösug eyja um40 km frá landi. Þar er nyrsta byggð á Íslandi og lifa flestir íbúarnir á fiskveiðum. Norðurheimskautsbaugurinn liggur í gegnum Grímsey en þar sem baugurinn færist til verður hann kominn norður fyrir eyjuna eftir nokkra áratugi. Norður af Grímsey er Kolbeinsey. Kolbeinsey er þó óðum að hverfa í sæ, svo mikið hefur sjórinn brotið af henni. Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi eru hluti af Vatnajökuls- þjóðgarði. Jökulsárgljúfur eru ein stærstu og hrika- legustu árgljúfur á Íslandi. Um þau rennur Jökulsá á Fjöllum sem á upptök sín í Vatnajökli og rennur til sjávar í Öxarfirði. Jökulsáin hefur mótað umhverfi gljúfranna og búið til margar fallegar jarðmyndanir, m.a. Ásbyrgi og Hljóðakletta. Í ánni eru margir fallegir fossar, m.a. Dettifoss sem er vatnsmesti foss í Evrópu. Listaverkið Hringur og kúla á heimskautsbaug í Grímsey. Ásbyrgi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=