Ísland - Hér búum við

59 Mývatn Mývatn er stöðuvatn á Norðurlandi eystra. Þar er náttúrufegurð einstök. Vatnið er grunnt og vogskor- ið og þar eru um 40 eyjar og hólmar. Mývatn heitir eftir mýflugunum sem flögra þar um í miklu magni. Flugurnar valda fólki stundum ama en fiskarnir í vatninu eru heppnir því mýið er fyrirtaksfæða fyrir þá. Mývatn er þekkt fyrir fjölskrúðugt fuglalíf. Þar eru t.d. mjög margar andategundir. Þar er líka mikil silungs veiði. Úr vatninu rennur Laxá um Laxárdal og Aðaldal til sjávar í Skjálfanda. Silungur er samheiti yfir urriða og bleikju. Mývatn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=