Ísland - Hér búum við

58 Norðurland eystra Örfoka land merkir gróðurlaust land þar sem jarðvegur er fokinn í burtu. Náttúra Norðurland eystra nær frá Tröllaskaga austur fyrir Langanes. Á Norðurlandi eystra er landslag mjög fjölbreytt. Allt frá gróðursæl- um landbúnaðarhéruðum til örfoka lands . Vesturhlutinn er mjög fjöllóttur með miklum dölum. Austar lækkar landið en þar eru víð- áttumiklir dalir og lynggrónar heiðar með hrauni, jarðhita, fjölda heiðarvatna, eldstöðva og sanda. Þar er einnig að finna næststærsta skóg landsins Vaglaskóg. Rifstangi á Melrakkasléttu er nyrsti tangi landsins. Í Eyjafirði er Hrísey, oft kölluð perla Eyjafjarðar. Tröllaskagi á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar er fjöllóttur. Á milli fjallanna eru víða djúpir dalir og búsældarlegar sveitir. Ferðast um í Hrísey.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=