Ísland - Hér búum við

57 Glaumbær í Skagafirði Glaumbær er bær og kirkjustaður í Skagafirði. Þar er byggðasafn Skagfirðinga. Á safninu er hægt að skoða muni sem tengdust heimilis- haldi og verklagi fyrri tíðar. Torfbærinn sem er settur saman úr þrettán húsum er sérstakur að því leyti að lítið grjót er notað í hleðslur. En grjót var mjög algengt byggingarefni í gamla daga. Atvinnulíf Landbúnaður ermikilvægatvinnugreináNorðurlandi vestra en sjávar- útvegur hefur þar minna vægi. Skagafjörður og sveitirnar í kring eru þekktar fyrir hestamennsku og hrossarækt. Á stærstu þéttbýlisstöð- unum er unnið úr ýmsu sem framleitt er í sveitunum, t.d. kjöti og mjólk og þangað sækja bændur bæði vörur og þjónustu. Auk land- búnaðar er stundaður iðnaður. Þar eru ýmis þjónustu- og framleiðslu- fyrirtæki auk ferðaþjónustu en ferðaþjónusta bænda hefur vaxið þar töluvert. Í Skagafirði er mikil hrossarækt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=