Ísland - Hér búum við

56 Eyjarnar í Skagafirði Í Skagafirði eru þrjár eyjar. Utarlega í firðinum standa Drangey og Málmey tignarlegar og í botni fjarðarins er Lundey. Auk þess er Þórðarhöfði í austanverðum firðinum tengdur landinu með eiðum . Á öllum þessum stöðum er mikið fugla- líf. Grettir Ásmundarson var útlagi sem dvaldi í Drangey og af honum er samnefnd saga. Eiði er lág og mjó landræma milli ness (höfða) og lands. Mannlíf Norðurland vestra er fjölbreytt að náttúrufari og landslagi til sjávar og sveita. Þar eru stærstu bæirnir Sauðárkrókur, Blönduós, Hvamms- tangi og Skagaströnd. Minni staðir eru t.d. Hofsós, Varmahlíð, Laugar- bakki og Hólar í Hjaltadal. Samgöngur Um þveran landshlutann, milli Holta- vörðuheiðar og Öxnadalsheiðar liggur hringvegurinn. Frá honum liggja síðan vegir að þéttbýlisstöðum og inn til sveita. Lítið er um fjallvegi. Á Sauðárkróki og Skagaströnd eru stærstu hafnirnar í lands- hlutanum. Á Sauðárkróki er flugvöllur. Drangey og Kerling. Fleiri nýta sér þjóðvegi landsins til ferðalaga en mannfólkið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=