Ísland - Hér búum við

55 Fugladrit er fuglaskítur. Hvítserkur og Borgarvirki Austan við Vatnsnes er 15 metra hár klettur út í sjó sem heitir Hvítserkur. Kletturinn er hvítur af fugladriti og er sennilegt að nafnið sé dregið af því. Þar nærri er vatnið Hóp sem er eitt af stærri vötnum landsins; það er grunnt og þar er líka hægt að veiða lax og silung. Sunnan við Hóp er klettaborg sem heitir Borgarvirki. Þessi klettaborg er eins og sannkallað virki og er ekki ólíklegt að það hafi verið notað sem slíkt fyrr á öldum. Hvítserkur þakinn fugladriti. V a t n s n e s

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=