Ísland - Hér búum við

54 Norðurland vestra Náttúra Norðurland vestra afmarkast af Bitrufirði á Ströndum að miðjum Tröllaskaga, milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Landshlutinn ein- kennist af grónum víðáttumiklum dölum eins og Víðidal, Vatnsdal, Langadal og Skagafirði. Þegar komið er á heiðarnar upp af Húna- flóa er lítið um fjöll. Þar er hins vegar aragrúi af tjörnum og vötnum. Þegar austar dregur og komið er á Tröllaskaga eru fjöllin orðin há með djúpum dölum. Árnar eru stórar og vatnsmiklar. Má þar nefna Blöndu og Vestari- og Austari-Jökulsá sem svo sameinast í Héraðs- vötn sem renna til sjávar í Skagafirði. Á Norðurlandi vestra eru margar af bestu laxveiðiám landsins, eins og Víðidalsá, Vatnsdalsá, Miðfjarðará og Laxá á Ásum. Vatnsnes og Skagi Innst í Húnaflóa gengur allstórt nes, Vatnsnes, út í flóann. Þar er bærinn Hvammstangi. Á Vatnsnesi er mikið um sel og víða gott að komast að til að sjá hann flatmaga á skerjunum. Á Hvammstanga er meðal annars að finna Selasetur Íslands. Skagi er heiti á miklum skaga sem skilur að Húnaflóa og Skaga- fjörð. Mikið er af vötnum á Skaga og eru þau full af fiski. Margir fara þangað til að veiða silung. Selir í Húnaflóa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=