Ísland - Hér búum við

53 Í Selárdal við Arnarfjörð er listasafn Samúels Jónssonar, listamannsins með barnshjartað. Samúel málaði mikið sem ungur maður. Í Selárdal er að finna stærri listaverk sem hann gerði. Það er þess virði að koma við í Selárdal á ferðalagi um landið. Hrafnseyri við Arnarfjörð Hrafnseyri er gamall staður við Arnar- fjörð. Staðurinn hefur verið í byggð allt frá landnámsöld. Jón Sigurðsson, helsti leiðtogi Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld, fæddist á Hrafnseyri 17. júní árið 1811. Fæðingardagur Jóns var valinn sem þjóðhátíðardagur Íslendinga. Í dag er þar safn um Jón Sigurðsson sem gaman er að skoða. Samgöngur Samgöngur á Vestfjörðum eru erfiðar. Þar er yfir marga fjallvegi að fara og má þar nefna helsta Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði og Steingríms- fjarðarheiði. Á vetrum lokast þessir vegir oft. Jarð- göng eru því mikilvæg samgöngubót líkt og Vest- fjarðagöng sem tengja saman Ísafjörð, Flateyri og Suðureyri, Bolungarvíkurgöng sem liggja milli Bolungarvíkur og Hnífsdals og Dýrafjarðargöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Margar góðar hafnir eru á Vestfjörðum. Gamli bærinn á Hrafnseyri var endurbyggður. Vestfjarðagöng eru þríarma göng sem tengja saman byggðir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=