Ísland - Hér búum við

52 Strandir Strandir eru á austanverðumVest- fjörðum og liggja að Húnaflóa. Þar er landslagið ólíkt öðrum hlutum Vestfjarða. Þar eru margir firðir og víkur sem aðskildar eru með bröttum fjöllum. Mikið er um rekavið á Ströndum sem rekið hefur frá Síberíu og víðar. Atvinnulíf Sjávarútvegur er langstærsta og mikilvægasta atvinnugreinin á Vestfjörðum, enda auðug fiskimið úti fyrir ströndum Vest- fjarða. Þar er líka mikið um fiskeldi. Iðnaður á svæðinu er að mestu tengdur sjávarútvegi. Landbúnaður er smár í sniðum enda ekki mikið um hentugt landbúnaðarland á Vestfjörðum. Á eftir sjávarútvegi er verslun og þjónusta stærsti atvinnu- vegurinn. Ferðaþjónustan á Vestfjörðum er smærri í sniðum en víða annars staðar þar sem Vestfirðir eru ekki í alfaraleið. Hún dafnar þó vel og er kyrrðin og náttúrufegurðin eftirsótt. Viður sem rekið hefur á Strandir. Fiskeldi í Arnarfirði. Mikill atgangur er oft í Mýrarboltanum á Ísafirði sem haldinn er um verslunar- mannahelgina. Mannlíf Á Vestfjörðum býr fólk bæði í sveitum og þéttbýli. Næstum öll þorpin standa inni í fjörðum sem umluktir eru háum fjöllum. Stærstu byggðarlög á norðanverðum Vestfjörðum eru Bolungarvík, Hnífsdalur, Súðavík og Ísafjarðabær sem er stærsti bær Vestfjarða. Í sameinuðum Ísafjarðabæ eru m.a. Ísafjörður, Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Stærstu bæir á sunnanverðum Vestfjörðum eru Reykhólar, Patreksfjörður, Tálknafjörður og Bíldudalur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=