Ísland - Hér búum við

50 Hornbjarg á Hornströndum. Er það mikið fuglabjarg. Vestfirðir Náttúra Vestfirði, oft kallaður Vestfjarðakjálki, er auðvelt að afmarka frá öðrum landshlutum. Það má gera með því að draga línu frá Gils- firði yfir í Bitrufjörð í Húnaflóa. Vestfirðir einkennast af löngum og djúpum fjörðum og háum, bröttum fjöllum sem eru þó slétt að ofan. Vestfjörðum má gjarnan skipta í Suðurfirði, Norðurfirði, Hornstrandir og Strandir. Suðurfirðir og Barðaströnd Suðurfirðir Vestfjarða eru Arnarfjörður, Tálknafjörður og Patreks- fjörður. Þar er einnig Látrabjarg, eitt mesta sjávarbjarg á Íslandi. Bjargið, sem er um 14 km langt og 441 m hátt, er mikið fuglabjarg og verpa þar margar tegundir sjófugla. Vestasti oddi landsins og jafnframt Evrópu er í Látrabjargi og heitir Bjargtangar. Við Breiðafjörð er Barðaströnd. Þar er paradís fyrir áhugafólk um fugla en grynningar, leirur, votlendi, móar og klettar skapa skilyrði fyrir fjölbreytt fuglalíf. Sjávarbjarg er þverhnípt bjarg sem stendur í sjó fram.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=