Ísland - Hér búum við

49 Samgöngur er orð sem er notað um ferðir manna og varnings á milli tveggja staða, oftast á vegum. Mannlíf Á Vesturlandi eru nokkrir þéttbýlis- staðir en 10 staðir eru með fleiri en 50 íbúa. Akranes er fjölmennastur. Aðrir stórir þéttbýlisstaðir á Vesturlandi eru Borgarnes, Ólafsvík, Grundarfjörður og Stykkishólmur. Atvinnulíf Á Vesturlandi er atvinnulíf fjölbreytt. Má þar nefna öflugan sjávarútveg, stóriðju og landbúnað. Á öllu Vesturlandi er ferðaþjónusta vaxandi atvinnugrein enda margt spennandi að skoða bæði fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. Fjölbreyttast er atvinnulífið syðst á svæðinu og þar eru verslun og þjónusta einnig mest. Akranes og Borgarnes njóta þess að vera stutt frá höfuðborgarsvæðinu og þangað sækja mörg fyrir- tæki á Vesturlandi ýmsa þjónustu. Samgöngur Samgöngur á Vesturlandi eru almennt góðar. Þar þarf þó að fara um tvo fjallvegi. Um Bröttubrekku liggur leiðin vestur í Dali og á hringveginum liggur leiðin um Holtavörðuheiði norður í land. Margar góðar hafnir eru í landshlutanum. Hvalfjarðar- göng liggja undir Hvalfjörð og stytta leiðina milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðis töluvert. Frá írskum dögum á Akranesi. Hvalfjarðargöng

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=