Ísland - Hér búum við
48 Dalir Dalir eru landsvæði sem nær frá Skógarströnd á Snæfellsnesi og í botn Gilsfjarðar. Dalir liggja fyrir botni Breiðafjarðar. Þar er skagi milli Hvammsfjarðar og Gilsfjarðar sem oft er kenndur við Klofning, fjall yst á nesinu. Klofningsskaginn er hálendur og er gjarnan skipt í tvennt, Skarðsströnd að norðan og Fellsströnd að sunnan. Dalirnir eru mikið landbúnaðarsvæði þar sem sauðfjárrækt er algengust. Í Dölum er einungis að finna einn þéttbýlis- stað, Búðardal. Breiðafjarðareyjar Á milli Snæfellsness og Vestfjarðakjálkans er Breiðafjörður. Fjörðurinn er einstakur fyrir margar sakir. Þar er aragrúi eyja semkallast einu nafni Breiða- fjarðareyjar. Þar eru stærstar Flatey, Svefneyjar og Skáleyjar. Þar er mikið dýralíf, fuglar og selir. Má segja að fjöruborðið iði af lífi. Allt frá upphafi byggðar hefur lífríki svæðisins verið mikil matarkista fyrir Breiðfirðinga. Við Breiðafjörð á stærsti fugl Íslands heim- kynni sín, haförn. Eiríksstaðir í Haukadal er endurgerður víkingabær frá landnámsöld. Flatey á Breiðafirði.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=