Ísland - Hér búum við

47 Djúpalónssandur og aflraunasteinarnir Djúpalónssandur er grunn vík yst á Snæfellsnesi og vinsæll áningarstaður þegar ferðast er um Snæfellsnes. Þar var á öldum áður stór verstöð . Þegar komið er niður á Djúpalónssand blasa við manni fjórir aflraunasteinar, misstórir. Sagt er að sjómenn hafi gamnað sér við að reyna að lyfta þeim. Léttasti steinninn heitir Amlóði og er 23 kg, þá kemur Hálfdrættingur, 49 kg, síðan Hálfsterkur, 140 kg og þyngsti steinninn er Fullsterkur, 155 kg. Ölkelda er þar sem kolsýrt vatn kemur upp úr jörðinni. Í vatninu eru líka ýmis steinefni og sölt. Fólk hefur drukkið ölkelduvatn öldum saman. Áningarstaður er sá staður þar sem ferðamaður gerir stopp á ferðalagi sínu. Verstöð var staður sem menn komu til, alls staðar að af landinu, og reru til fiskjar í einhvern tíma áður en þeir sneru aftur til sinna sveita.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=