Ísland - Hér búum við

46 Vesturland Náttúra Vesturland liggur frá Hvalfjarðarbotni, vestur um Snæfellsnes og vestur í Dali til Gilsfjarðar. Það má allt eins skipta landshlutanum í þrennt, Borgar- fjörð og grösugar uppsveitir hans, Snæfellsnes með sínum tignarlega jökli og hina grónu og hlýlegu sveit, Dali. Náttúran á þessu svæði er mjög fjölbreytt. Þarna má finna mýrar og vot- lendi, skóga, hraun, jarðhita, vatnsmiklar ár og fossa, fjöll og jökla inn til landsins svo eitthvað sé nefnt. Í Skorradal er langt og mjótt stöðuvatn og í Reykholtsdal eru rjúkandi hverir eins og nafn dalsins gefur til kynna. Uppsveitir er byggð sem liggur í efri hluta sveitar. Hringvegurinn eða þjóðvegur 1 liggur um Ísland og tengir alla landshluta fyrir utan Vestfirði og hálendið. Hringvegurinn er 1332 km. Borgarfjörður Borgarfjörður gengur inn úr Faxaflóa. Þar sem Hvítá rennur til sjávar stendur Borgar- nes. Yfir fjörðinn liggur hringvegurinn um Borgarfjarðarbrú. Upp af Borgarfirði er mikið undirlendi, grösugar sveitir og því mikið um landbúnað. Þaðan liggja svo nokkrir jökulsorfnir dalir upp til fjalla. Austan við þá taka við jöklar og hálendið. Um Norðurárdal liggur þjóðvegurinn norður yfir heiðar til Akureyrar. Deildartunguhver Í Borgarfirði er Deildartunguhver, vatnsmesti hver á Íslandi og í Evrópu. Vatnið úr honum er m.a. notað til að hita húsin í Borgarnesi og Akranesi. Hann er einnig notaður til að hita upp gróðurhús. Á hverri sekúndu kemur heilt baðkar af 100° heitu vatni upp úr hvernum.Þar hefur verið opnuð náttúrulaug sem kallast Krauma. Baula í Borgarfirði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=