Ísland - Hér búum við

45 Ferðast um Ísland Í kaflanum hefur Íslandi verið skipt niður eftir landshlutum. Fjallað er um hvern lands- hluta fyrir sig og helstu sérkenni hans. Við lesturinn ferðu í ferðalag í huganum um landið. Þú færð að vita ýmislegt áhugavert um ólíka hluta Íslands, t.d. hvað landslagið heitir, hvernig Ísland hefur mótast, hvaða gróður og villt dýr er að finna í landinu og hvað fólk vinnur við. Í upphafi hvers kafla er kort af landshlut- anum sem fjallað er um. Gott er að skoða kortið vel og má þar finna svör við mörgum Vissir þú að • í Vatnajökli er hæsti tindur landsins, Hvannadalshnjúkur? • Vatnsdalshólar eru óteljandi? • Breiðafjarðareyjar eru óteljandi? • vötnin á Arnarvatnsheiði eru óteljandi? spurningum. Á kortunum er mikið af táknum og örnefnum sem gott getur verið að kunna skil á, sérstaklega þegar þú ferðast um landið. En þá verður ferðalagið líka skemmtilegra. Ef þú þekkir landið þitt vel verður auðveldara að skilja og ræða við aðra um það sem gerist þar. Landmannalaugar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=