Ísland - Hér búum við
44 Ísland er eyja í Norður-Atlantshafi á milli Grænlands, Færeyja og Noregs. Ísland er um 103 þúsund km² að stærð og er næst- stærsta eyjan í Evrópu. Hún er vogskorin nema suðurströndin. Flestir þéttbýlisstaðir standa úti við sjávarsíðuna við firði, víkur og voga. Aðeins nokkrir þéttbýlisstaðir á landinu öllu liggja ekki að sjó. Nyrsti tangi Íslands heitir Rifstangi og sá syðsti Kötlutangi. Vestasti oddi landsins er Bjargtangar og sá austasti Gerpir. Í þessum kafla lærir þú um • landshluta Íslands • náttúru og landslag • helstu sérkenni landshlutanna • helstu þéttbýliskjarna • atvinnulíf, samgöngur og mannlíf Landshlutar Suðurland Vestfirðir Norðurland vestra Austurland Vesturland Höfuðborgarsvæðið Hálendið Norðurland eystra Suðurland Suðurnes
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=