Ísland - Hér búum við
43 Þjóðgarður er landsvæði með sérstaka náttúru eða merka sögu sem öll þjóðin á saman. Friðlýst landsvæði Suma staði á Íslandi þarf að passa sérstaklega vel upp á. Yfirleitt er það vegna þess hversu sérstök sagan eða náttúran er. Þeir staðir eru oft verndaðir með frið- lýsingu. Þessir staðir kallast þá þjóðgarðar , friðlönd, náttúruvætti eða fólkvangar. Þjóðgarðar eru svæði sem öll þjóðin á saman. Með friðlýsingu er reynt að tryggja að komandi kynslóðir geti notið náttúrunnar eins og við gerum í dag. Að það sé ekki búið að skemma hana. Þaðan má t.d. alls ekki taka steina eða annað og fara með heim. Náttúruundur Náttúruundur eru staðir þar sem jarðsagan og vistkerfi mynda einstaka heild. Þeir eru ein- stakir og þá ber að vernda. Þingvellir eru nátt- úruundur á heimsvísu þar sem jarðsagan og vistkerfi Þingvallavatns mynda einstaka heild. Þingvellir eru á mörkum tveggja jarðskorpu- fleka, Norður-Ameríkuflekans og Evrasíu- flekans í miðju eldgosa- og sprungusvæði sem liggur í gegnum Ísland. Vatnajökulsþjóðgarður Vatnajökulsþjóðgarður, stofnaður árið 2008, er langstærsti þjóðgarður landsins og meðal stærstu þjóðgarða í Evrópu. Sérstaða þjóð- garðsins felst einkum í landslagi sem mótast hefur í samspili eldvirkni, jarðhita, jökuls og vatnsfalla. Meðal stórbrotinna og vinsælla staða í þjóðgarðinum má nefna Skaftafell og Jökulsárgljúfur. Í Skaftafelli er Svartifoss og í Jökulsárgljúfrum eru m.a. Ásbyrgi, Dettifoss og Hljóðaklettar. Frá Þingvöllum. Hljóðaklettar Svartifoss í Skaftafelli.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=