Ísland - Hér búum við
42 Landbúnaður Í þessum kafla lærir þú um • hversu miklu máli skiptir að hugsa vel um umhverfið • af hverju náttúruvernd er mikilvæg • hvað eru friðlýst svæði og náttúruundur Umhverfi á Íslandi hefur breyst meira á síðustu öld en á nokkurri annarri öld frá því að land byggðist fyrir meira en 1000 árum. Víða sjást ummerki eftir framkvæmdir mannsins, eins og vegir, byggingar, skurðir, námur, raflínur og margt fleira. Náttúruvernd Landið okkar er dýrmætt. Eftir því sem framkvæmdir aukast í nátt- úrunni hefur komið í ljós að nauðsynlegt er að vernda hana svo að þau börn sem fæðast á Íslandi í framtíðinni geti andað að sér hreinu lofti og drukkið hreint vatn úr lækjarsprænum eins og við gerum í dag. Náttúruvernd felst í því að lifa í sátt og samlyndi við landið og náttúruna. Hvað getur þú gert til að vernda náttúruna? Umhverfið okkar Langidalur í Þórsmörk.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=