Ísland - Hér búum við

Atvinnulíf er samheiti yfir öll störf sem unnin eru og tengjast á einn eða annan hátt. Hlunnindi er það sem landið gefur og landeigandi getur nýtt sér. Má þar nefna dúntekju, laxveiði, reka, eggjatínslu o.fl. Vélvæðing er það þegar vélar koma í staðinn fyrir það sem mannshöndin vann áður. Gott atvinnulíf treystir á góðar samgöngur. En hvað eru samgöngur? Samgöngur er flutningur fólks og vöru á milli staða. Ef langt er á milli staðanna þurfum við samgöngutæki. Samgöngutæki eru t.d. hjól, bíll, bátur og flugvél. Þá er líka talað um almennings- samgöngur, þ.e. samgöngur sem almenningur hefur aðgang að, eins og strætisvagnasamgöngur sem eru um allt land. Það kallast líka samgöngur að hafa aðgang að góðu interneti út um allt land. Hægt er að vinna sum störf í gegnum tölvur um langan veg. Samgöngur Atvinnugreinum hér á landi er hægt að skipta í þrjár megingreinar sem kallast frumframleiðsla, iðngreinar og þjónustustörf. Landbúnaður og sjávarútvegur teljast til frumframleiðslugreina. Til iðnaðar teljast stór og lítil fyrirtæki sem framleiða vöru og selja. Þjónustustörf eru síðan lang fjölmennasta greinin en þá er átt við að sérfræðiaðstoð er veitt öðrum og greitt fyrir hana, t.d. störf í bönkum, í skólum, á spítölum og í ferðaþjónustu. Atvinnulíf byggir alltaf á auðlindum, oft náttúruauð- lindum en einnig mannauði. Atvinnugreinar Vegir landsins eru hluti af samgöngum. 41

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=