Ísland - Hér búum við

frumframleiðsla þjónusta iðnaður Atvinnulíf Áður fyrr lifði fólk að mestu leyti á sjósókn, hlunnindum og landbúnaði. Þá bjuggu flestir í sveitum landsins og störfuðu við landbúnað. Á þeim tíma voru ekki til vélar og þurfti margar hendur til að vinna verkin. Þegar vélvæðingin gekk í garð í sveitum landsins leysti hún vinnufólkið af hólmi. Þá flutti vinnufólkið með fjölskyldur sínar í þéttbýlið og fékk vinnu þar við ýmis störf. Síðan hafa þéttbýlisstaðirnir sífellt verið að stækka og atvinnan orðið fjölbreyttari. Í þessum kafla lærir þú um • hvað fólk vinnur við á Íslandi • skiptingu atvinnulífsins í greinar • að samgöngur eru forsenda góðs atvinnulífs Nýsköpun í atvinnu- greinum er orðin svo hröð og mikil að þegar þú ferð út á vinnumarkaðinn gæti vel verið að þú færir að vinna eitthvert starf sem enn er ekki búið að finna upp. Hvað dettur þér í huga að það gæti orðið? Störf eru ólík, fjölbreytt og spennandi. 40

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=