Ísland - Hér búum við
38 Helstu náttúruauðlindir Íslendinga Margir koma til Íslands til að upplifa fallega náttúru. En náttúran er ekki bara falleg. Í henni er einnig að finna verðmætar náttúruauð- lindir . Náttúran gefur okkur mat, orku og hráefni til að búa til fjöl- margt. Helstu náttúruauðlindir Íslendinga eru fiskurinn í sjónum, vatnið í ánum sem við nýtum til að búa til rafmagn og jarðhitinn sem kemur upp úr jörðinni og við notum til að hita upp hús, sund- laugar og heita potta. Einnig er náttúran sjálf auðlind sem ferða- menn koma í auknum mæli að skoða. Maðurinn, með þekkingu sinni og hugviti, getur líka verið auðlind, mannauður . Sá sem kann að búa til verðmæti úr einhverju með þekkingu sinni getur skapað mikinn auð. Hvernig nýtum við vatnið? Þegar vatnið rennur af hálendinu á leið sinni til sjávar getur það sums staðar náð mikill ferð þegar það rennur niður mikinn halla. Stundum verða til fossar þegar árnar steypast fram af klettabrúnum. Þar sem mesti hraðinn er á vatninu hafa menn lært að beisla kraftinn í því. Þá snýr vatnið hverflum sem framleiða rafmagn. Til að rennsli vatnsins til hverflanna sé alltaf jafnt eru byggðar stórar stíflur. Þegar uppistöðulón myndast fyrir ofan stíflurnar er hægt að stjórna jöfnu rennsli vatnsins. Þegar rafmagn hefur orðið til þarf að skila því til þeirra sem þurfa að nota það. Þá er rafmagnið leitt um háspennulínur til byggða og inn á heimili, í verslanir, til að lýsa upp götur og víðar. Í þessum kafla lærir þú um • hverjar eru auðlindir Íslendinga. • hvað náttúra landsins gefur okkur. • hvernig rafmagn verður til. • hvernig jarðhiti er nýttur. Náttúruauðlindir Nýjar auðlindir verða til í sífellu. Hvað við nýtum á morgun veit enginn. Hvaða auðlindir dettur þér í hug að geti orðið til á næstu árum?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=