Ísland - Hér búum við

34 Jöklar Eitt sinn lá jökull yfir öllu landinu. En síðan þá hefur hann bráðnað smátt og smátt og eftir standa nokkrir jöklar á víð og dreif um landið. Ummerki jökla er þó að finna mjög víða á landinu. Þeir hafa skilið eftir hvassa fjallstinda, grafið djúpa dali og þrönga firði langt inn í landið. Þeir hafa pússað landið og skilið eftir skálar sem nú eru fullar af vatni sem við köllum stöðuvötn. Ísgöng í Langjökli. Skriðjökull er jökull sem hreyfist og kallast sá hluti sem rennur út frá meginjöklinum, skriðjökull. Vatnajökull Vatnajökull, stærsti jökull landsins, er jafn- framt sá stærsti í Evrópu og í heimi utan heim- skautasvæðanna. Hann þekur tæplega 1/10 af Íslandi og er íshellan að meðaltali um 400 m þykk. Öræfajökll í Vatnajökli er virkt eldfjall og þar er hæsti tindur landsins, Hvannadals- hnjúkur sem er 2110 m. Fjölmargir skrið- jöklar ganga fram úr jöklinum. Undir jöklinum eru nokkur eldfjöll sem gjósa reglulega. Má þar nefna Grímsvötn. Þegar gýs bráðnar mikill ís sem veldur flóðum á sönd- unum sunnan við jökulinn. Bárðarbunga er annað eldfjall undir jöklinum sem menn fylgjast grannt með. Morsárjökull í Vatnajökulsþjóðgarði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=