Ísland - Hér búum við

32 Fjöll Ísland er hálent land og því mikið um fjöll. Um allt land setja fjöll sterkan svip á umhverfi sitt. Fjöll geta orðið til á ólíkan hátt. Á Íslandi hafa mörg fjöll orðið til við eldgos og eru sum enn virk eldfjöll. Jöklar geta líka myndað fjöll, þá grafa þeir í sléttlendi og breyta því í fjöll og firði. Þannig hafa til dæmis firðirnir og fjöllin á Austfjörðum og Vestfjörðum myndast. Fjöll geta veriðmjög ólík. Sum eru há en önnur lág og kallast þá kannski fell. Sum eru brött og hrikaleg en önnur aflíðandi, sum standa ein og sér en önnur standa mörg saman og mynda fjallasali eins og á Tröllaskaga á Norðurlandi þar sem margir fjallstindar ná yfir 1200 m hæð. Sum fjöll eru grasi gróin meðan önnur eru með bröttum malarskriðum og sum fjöll eru með ís á toppnum en önnur ekki. Á eftir hæð fjalla stendur oft skammstöfunin m.y.s. sem merkir metrar yfir sjávarmáli. Keilir er t.d. 379 m.y.s. Bæjarfjöll Margir bæir eiga sín bæjarfjöll sem oft gnæfa yfir bæina eða sjást lengra að. Í Reykjavík er Esjan mest áberandi fjallið og er hún líka vinsæl til fjallgöngu. Á Akureyri setur Hlíðarfjall svip sinn á bæinn og þar er vinsælt að fara á skíði. Hið sérkenni- lega Kirkjufell í Eyrarsveit er áberandi séð frá Grundar- firði og bæjarfjall Grindvík- inga er Þorbjörn sem býður upp á mörg ævintýri þeim sem á hann ganga. Kirkjufell við Grundarfjörð. Búlandstindur við Berufjörð, hár og tignarlegur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=