Ísland - Hér búum við

30 Ár Á Íslandi eru margar fallegar ár sem hlykkjast um landið og falla að lokum til sjávar. Vatnið sem árnar bera með sér getur verið rigningarvatn, grunnvatn, leysingavatn úr jöklum eða afrennsli stöðuvatna. Allt þetta vatn hefur þó upp- haflega fallið sem úrkoma. Ár eru flokkaðar í þrennt: dragár, lindár og jökulár. Dragá Vatnið í dragá er yfirborðsvatn, regnvatn sem rennur á yfirborði landsins. Vatnið rennur eftir yfirborðinu og safnast saman og myndar læki. Lækirnir renna (dragast) saman og mynda að lokum dragá. Þegar rignir vaxa dragár ört en minnka þegar veður er þurrt. Lindá Vatnið í lindá er neðanjarðarvatn. Vatnið hefur sigið niður í jörðina í gegnum óþétt berglög og berst svo aftur upp á yfirborðið úr lindum. Rennsli lindár er nokkuð jafnt allt árið. Jökulá Vatnið í jökulá kemur úr jöklum þegar þeir bráðna. Þegar hlýtt er í veðri vex í jökulánum. Jökulár eru vatnsmeiri á sumrin en veturna. Jökulsá á Fjöllum Sogið og Hvítá Fnjóská

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=